Persónuverndarstefna

 
   

Markmið og tilgangur

Persónuvernd skiptir okkur hjá Ási styrktarfélagi miklu máli. Stefna þessi tekur mið af lögum nr. 90/2018 sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga í maí 2018 og tóku gildi þann 15. júlí 2018.

 

Markmið Áss styrktarfélags með persónuverndarstefnu er að upplýsa í hvaða tilgangi félagið safnar og vinnur með persónuupplýsingar.  Persónuverndarstefnan er og skal vera hluti af stjórnskipulagi hjá Ási styrktarfélagi.

 

Stefna

Stefna Áss styrktarfélags (hér eftir nefnt félagið) er að geyma og vinna aðeins með þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast vegna tengsla hvers einstaklings við félagið í gegnum starfsemi þess.

Persónuupplýsingar eru unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti. Félagið einsetur sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem það vinnur með. Félagið leggur áherslu á öryggi gagna og meðhöndlun þeirra.

 

Umfang

Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga um einstaklinga í tilteknum hópum sem tengjast félaginu s.s. notendum þjónustu, starfsfólki, félagsmönnum, sjálfboðaliðum, góðgerðarfélögum, verktökum og hverjum þeim sem koma að starfsemi félagsins.

 

Ábyrgð

Stjórn Áss styrktafélags, framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur félagsins bera ábyrgð á stefnunni og að henni sé framfylgt.

 

Stefnan er kynnt starfsmönnum á starfsmannafundum. Einnig er hún hluti af nýliðafræðslu, handbókum, og ferlum sem starfsmenn og tengdir aðilar nýta í störfum sínum fyrir og með félaginu.

 

Starfsmönnum, verktökum og sjálfboðaliðum er jafnfram gert að undirrita þagnarheit um hvað eina sem þeir verða áskynja í störfum sínum fyrir félagið. Slík yfirlýsing er í fullu gildi eftir að látið er af störfum.  

 

Söfnun og vistun upplýsinga

Persónuupplýsingar eru aðeins notaðar í þeim tilgangi sem þeirra er aflað. Ás styrktarfélag getur metið á hverjum tíma hvaða upplýsingum þarf að safna og varðveita er varða félagið og hagsmuni þess.

 

Upplýsingar um einstaklinga og starfsmenn eru vistaðar á meðan viðkomandi er í þjónustu/vinnu hjá félaginu.

 

Eyðing persónugreinanlegra gagna er alltaf trúnaðarferli. Þegar lagaleg skylda býður eða þjónustusamningur um lögbundna þjónustu kveður á um,  gæti verið í einhverjum tilfellum óheimilt samkvæmt þeim að eyða gögnum um einstakling þrátt fyrir beiðni um slíkt.

 

 
   

 

Upplýsingaöryggi og aðgangur að upplýsingum

Félagið leggur áherslu á að tryggja öryggi allra upplýsinga um einstaklinga sem undir það heyra í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og úrvinnslu persónuverndarupplýsinga.

 

Gögn varðveitt á pappír eru í aðgangsstýrðri gagnageymslu. Tæknilegt öryggi gagna er tryggt með aðgangsheimildum og aðeins þeir sem þess þurfa komast í persónugreinanleg gögn. Rafræn skjöl með persónugreinanlegum upplýsingum eru ekki send með tölvupósti nema þau séu læst og kóði læsingar sendur í sér skjali/tölvupósti. 

 

Bókhalds og launagögn eru geymd í samræmi við lög og reglur um færslu bókhalds og varðveislu þess. Að þeim tíma liðnum er gögnum eytt. Þessi gögn eru hýst hjá þjónustuaðila utan félags.

 

Öll rafræn gögn eru afrituð reglulega.

 

Upplýsingar til 3ja aðila

Upplýsingar til þriðja aðila eru ekki veittar nema með samþykki þess er upplýsingarnar varðar eða félaginu sé það skylt samkvæmt lögum.  Engar upplýsingar eru veittar til þriðja aðila í fjárhagslegum tilgangi.

 

Vefhegðun - heimasíða

Efni sem birtist á heimasíðu er ætíð með upplýstu samþykki. Ás styrktarfélag virðir persónufrelsi og friðhelgi einkalífs og birtir einungis myndir af opinberum atburðum innan og utan félags.

 

Upplýsingar sem safnað er í gegnum heimasíðu félagsins lúta persónuverndarstefnu. Skráning þín á heimasíðu okkar gæti verið notuð til að senda þér upplýsingar sem og til skráningar á félagsaðild þinni. 

 

Vefsíða félagsins inniheldur hlekki á vefsíður tengdra aðila sem við teljum nýtast við leit að upplýsingum um málefni fatlaðs fólks. Ás styrktarfélag ber ekki ábyrgð á þeim síðum né efni þeirra.

 

Vefkökur

Ás styrktarfélag notar vefkökur á heimasíðu sinni í tengslum við efni vistað hjá öðrum aðila, svo sem YouTube og Facebook. Hægt er að vafra um vefinn án þess að taka við kökum (e. cookies). Hægt er að stilla vafrann sem þú notar til að taka ekki við þessum kökum. 

 

Leiðbeiningar um hvernig smá stilla vafra til að taka ekki við kökum

 

Leitað eftir persónuupplýsingum

Allar fyrirspurnir um stefnu þessa sem og upplýsingar um eigin persónuupplýsingar sendist á netfangið: personuvernd@styrktarfelag.is Persónuverndarfulltrúi félagsins mun svara fyrirspurnum að lágmarki innan 30 daga frá móttöku fyrirspurnarinnar.

 

Breytingar

Ás styrktarfélag áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu hvenær sem er og taka þær breytingar gildi án fyrirvara. Allar breytingar á stefnunni eru birtar á heimasíðu félagsins www.styrktarfelag.is

 

Samþykkt af stjórn 4. september 2018

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.