Vinnumarkaðsstefna 2015 - 2025
Stefna Áss styrktarfélags er að fullorðið fólk hafi vinnu og þátttaka í verkefnum hafi gildi sem slík. Lögð er áhersla á jöfn tækifæri, að allir séu virkir þátttakendur í samfélaginu og vinnan aðlöguð að hverjum og einum. Með því gefst fólki kostur á fjölbreyttri og einstaklingsmiðaðri Vinnu og Virkni. Sérstök áhersla er á aukið samstarf við atvinnurekendur og aðra í samfélaginu sem geta og vilja bjóða ný atvinnu- og verkefnatækifæri.
Horft er til gildandi vinnumarkaðslaga hverju sinni.
Ás styrktarfélag leggur áherslu á að starfssemi Vinnu og Virkni sé í stöðugri endurskoðun enda markmið félagsins að vera í fararbroddi á því sviði.
Í stefnunni felst:
- Að Vinna og Virkni sé breytileg og taki tillit til hæfileika, þarfa og áhugasviðs fólks eftir aldri og menntun.
- Að þeir sem hafa fengið tilboð í þjónustu/vinnu hjá Ási styrktarfélagi hafi möguleika á að sækja ólík vinnu- og virknitilboð eftir því hvar áhugasviðið liggur.
- Að stöðugt skuli hugað að þróun Vinnu og Virkni til almennrar samfélagsþátttöku sem víðast á höfuðborgarsvæðinu og á almennum vinnumarkaði.
- Að þjónusta félagsins sé í stöðugu endurmati og að allir sem komi að Vinnu og virkni fái tækifæri til að leggja mat á þau tilboð sem í boði eru hverju sinni.
- Að mæta þverrandi starfsþreki og starfslok séu eigi síðar en við 67 - 70 ára aldur. Fólk sem er að hverfa af vinnumarkaði sækir þjónustu er hæfir aldri þess á hverjum tíma.
- Að viðhafa og veita sérhæfða og faglega þekkingu sem við á hverju sinni, miðla þekkingu og veita stuðning á vinnumarkaði.
Samþykkt af stjórn 12.03.2015