Umhverfis- og samfélagsstefna 2015 - 2025
Við eigum eina móður jörð og takmarkaðar auðlindir sem ber að fara vel með. Félagið einsetur sér að vera í fararbroddi hvað þetta varðar og mun setja sér markmið að þessu leiti sem mögulegt er.
- Að markvisst verði unnið að flokkun þeirra afurða er falla til á heimilum og vinnustöðum og þeim komið til enduvinnslu.
- Notkun pappírs, einnota umbúða og annars þess sem hægt er, sé almennt stillt í hóf.
- Afurðir innan félags séu endurnýttar eins og mögulegt er.
- Leitað verður eftir verkefnum og samstarfi við fyrirtæki og aðila til að auka þátt endurvinnslu og endurnýtingar hjá félaginu.
- Allri notkun á vatni og rafmagni sem og öðrum auðlindum sé stillt í hóf og farið vel með. Umsjón húseigna taki mið af þessu.
Samþykkt af stjórn 12.03.2015