Mannauðsstefna 2015 - 2025
Stefna Áss styrktarfélags er að hlúa vel að mannauði sínum. Mikilvægt er að hafa ætíð á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum og búa í haginn fyrir þá svo hæfileikar, frumkvæði og dugnaður hvers og eins fái notið sín. Starfsaðstæður séu á þann veg að starfsmenn njóti þeirra og þeim líði vel. Mikilvægt er að fólk geti samhæft vinnu og þarfir fjölskyldu til hagsældar fyrir alla aðila.
Í því felst meðal annars:
- Að félagið og starfsmenn þess starfi samkvæmt góðum starfsháttum sem Ás styrktarfélag hefur sett sér.
- Að formleg starfsmannasamtöl séu viðhöfð reglulega og úr þeim unnið.
- Að starfsmenn taki virkan þátt í stefnumótunar- og skipulagsvinnu félagsins.
- Að möguleiki sé á flutningi milli starfa eftir því sem kostur er.
- Að tryggja góðan farveg fyrir upplýsingagjöf til starfsmanna með fjölbreyttum hætti.
Jafnrétti.
Starf félagsins byggir á því að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, efnahags, uppruna, fötlunar, sjúkdóma eða annarrar stöðu í þjóðfélaginu.
Í því felst meðal annars:
- Að félagið stuðli að auknu jafnrétti fólks til vinnu og almennrar samfélagsþátttöku.
- Að félagið vinni markvisst að því að jafna stöðu kynjanna í starfsemi sinni og stuðli að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna– og karlastörf.
- Að félagið skuldbindi sig til að vinna gegn kynbundnum launamun við ráðningu starfsfólks og í launaþróun.
- Að félagið geri ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni innan félagsins.
- Að félagið virði rétt til trúfrelsis og trúariðkana svo fremi að þær skaði ekki trúfrelsi annarra.
- Að félagið virði rétt fólks til þátttöku í stjórnmálum og tjáningu stjórnmálaskoðana svo fremi að hún beinist ekki að skoðanafrelsi annarra.
Fræðsla.
Í mannauðsstefnu er mikilvægt að starfsfólk hafi aðgang að sí- og endurmenntun. Fræðslan sé skipulögð og leiði af sér meira sjálfstraust og sjálfstæðari vinnubrögð starfsmanna. Hagsmunir þeirra og vinnuveitanda skulu fara saman að þessu leyti, báðum til góðs.
Í því felst meðal annars:
-
Að móttaka og fræðsla nýrra starfsmanna sé skilvirk og sjálfsögð.
-
Að ástunda starfsþjálfun ásamt endur- og símenntun.
-
Að beina fræðslu til ákveðinna starfsmannahópa.
-
Að hafa reglulega námskeið í skyndihjálp.
-
Að starfsdagar og starfsmannafundir séu nýttir til fræðslu.
-
Að gera fólki kleift, eins og kostur er, að fara í vettvangs- og/eða námsferðir er tengjast starfsemi Áss styrktarfélags.
Vellíðan og öryggi á vinnustöðum og heimilum.
Ástundun heilbrigðs lífsstíls og lífshátta sé sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi fólks og allri starfsemi félagsins.
Félagið vill stuðla að því að heilbrigði á sál og líkama sé haft að leiðarljósi í allri vinnu og skilningur sé á að heilsa er ein aðalforsenda þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.
Að umhverfi í þjónustu og aðstöðu sé öruggt eins og kostur er. Öryggissjónarmiða skal gætt til hagsbóta fyrir þjónustunotendur og starfsmenn, hér er átt við öryggi í allra víðasta skilningi þess orðs.
Í því felst meðal annars:
- Að leggja áherslu á vinnuvernd með góðu vinnuumhverfi, nauðsynlegum hjálpartækjum og leiðbeiningum með starfsstellingum.
- Að stuðla að því að aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustað verði eins og best verði á kosið.
-
Að gerð verði öryggishandbók fyrir félagið.
-
Að æfa reglulega rýmingu húsa, efla viðbragðsáætlanir og fræðslu starfsmanna um og að takast á við:
-
Að allir staðir félagsins séu útbúnir öryggistækjum s.s. reykskynjurum, slökkvitækjum, eldvarnarteppum og sjúkrakössum.
- Að efla vitund um mikilvægi góðrar heilsu líkamlega og andlega og takast á við það verkefni.
-
Að stuðla að öryggi starfsmanna gagnvart ofbeldi og einelti.
-
Að starfsmenn séu á hverjum tíma upplýstir um öryggi síns vinnustaðar og séu meðvitaðir um almenn öryggisatriði við dagleg störf.
-
Að til séu verkferlar um umgengni húsa, tækja og annars búnaðar eftir því sem við á.
Samþykkt af stjórn 12.03.2015