Öryggisáætlun

 

Hjá Ási styrktarfélagi er starfandi öryggisnefnd sem sér um gerð öryggisáætlunar.

 

Hlutverk hennar er gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað og fylgjast með því hvernig henni er framfylgt. Í öryggisnefnd eru 2 öryggisverðir og 8 öryggistrúnaðarmenn.

 

Öryggistúnaðarmenn leggja fyrir áhættumat reglulega, sjá um að rýmingaræfingar séu haldnar í samvinnu við forstöðumenn, framfylgja reglubundnu eldvarnareftirliti og fylgjast með að skráningum á óhöppum og slysum sé sinnt.

 

Hlutverk öryggisnefndar er einnig að kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun.

 

Í öryggisnefnd sitja:

 

Öryggisverðir: Guðmundur A Sigurðarson, Magnús Stefánsson

 

Öryggistrúnaðarmenn: Björn Árnason, Björk Ingadóttir, Halldóra Kolka Ísberg, Guðrún Benjamínsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Trausti Júlíusson, Vaka Rúnarsdóttir, Valgerður Unnarsdóttir

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.