Launastefna

Markmið launastefnu er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Launastefna á sömuleiðis að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta hæfileika sína og krafta í starfi, óháð kyni.

 

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á launastefnu félagsins sem er ætlað að styðja við rekstur þess og tekur til allra starfsmanna.

 

Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir innleiðingu, viðhaldi og árlegu rýni jafnlaunakerfis félagsins. Ef óútskýranlegur kynbundinn launamunur greinist skal það skoðað sérstaklega og gera áætlun um úrbætur.

 

Launaákvarðanir eru byggðar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008,  gildandi kjarasamningum og stuðst er við starfsmatskerfi sem metur á kerfisbundinn hátt þau störf sem starfsfólk sinnir. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af mörgum þáttum s.s. menntun, hæfni, reynslu, ábyrgð og starfsstöð. Allar launaákvarðanir skulu vera málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar. Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf, þar sem fram koma meginþættir hvers starfs.

 

Telur starfsmaður sig ekki rétt launaraðaðan getur viðkomandi óskað eftir launasamtali hjá mannauðsstjóra.

 

Jafnlaunastefna Áss er aðgengileg á heimasíðu félagsins og kynnt öllu starfsfólki.

 

Samþykkt í stjórn 14.05.2019

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.