Launastefna

 

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á launastefnu félagsins. Mannauðsstjóri er tilnefndur fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfi.

Launastefnu er ætlað að styðja við rekstur félagsins og tekur til allra starfsmanna þess.

Launaákvarðanir eru byggðar á kjarasamningum og stuðst er við starfsmatskerfi sem metur á kerfisbundinn hátt þau störf sem starfsfólk sinnir m.t.t. ábyrgðar, þekkingu og hæfni.

  • Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af mörgum þáttum, svo sem þekkingu, hæfni, reynslu, samskiptahæfni, menntun, ábyrgð og starfsstöð.
  • Allar launaákvarðanir skulu vera málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar.
  • Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf, þar sem fram koma meginþættir hvers starfs.
  • Allar launaákvarðanir skal vera hægt að rökstyðja. Tryggja skal að sömu laun skulu greidd fyrir sambærileg störf.
  • Ákvarðanir um launabreytingar skulu teknar af framkvæmdastjóra/mannauðsstjóra sem tryggir að samræmis sé gætt í launagreiðslum.

 

Telur starfsmaður sig ekki rétt launaraðaðan getur viðkomandi óskað eftir launasamtali hjá mannauðsstjóra.

 

Launastefna þessi er órjúfanlegur hluti af jafnlaunastefnu Áss styrktarfélags.

 

Samþykkt í stjórn 13.11.2018

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.