Jafnréttisáætlun

 

Markmið jafnréttisáætlunar er að tryggja jafnrétti kynjanna og að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta hæfileika sína og krafta í starfi óháð kyni.

 

Mannauðsstjóri- hefur ábyrgð með mótun jafnréttisáætlunar og framkvæmd í samvinnu við framkvæmdastjóra. Lögð er áhersla á að allar starfsstöðvar félagsins fylgi jafnréttisáætlun með markvissum hætti.

 

Mikilvægt er að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi jafnréttis í daglegum störfum, í stefnumótun og allri ákvarðanatöku. Allir starfsmenn skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, efnahags, uppruna, fötlunar, sjúkdóma eða annarrar stöðu í þjóðfélaginu.

 

Jafnréttisáætlun gildir fyrir allt starfsfólk og miðar að því að á vinnustöðum félagsins ríki jafnrétti. Áætlunin er unnin í samræmi við lög nr.10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og félögum sem var undirritaður árið 2008.

 

Í því felst meðal annars:

  • Að félagið vinni markvisst að því að jafna stöðu kynjanna í starfsemi sinni og stuðli að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf.
  • Að konum og körlum sé ekki mismunað í þjónustu félagsins.
  • Að markvisst sé unnið gegn allri mismunum m.a. með því að vinnufyrirkomulag, vinnutíma og starfsaðstöðu sem hentar fólki með mismunandi starfsgetu.
  • Að félagið skuldbindur sig til að vinna gegn kynbundnum launamun við ráðningu starfsfólks og í launaþróun. Að starf sem laust er skuli standa opið jafnt konum og körlum.
  • Að félagið stuðli að auknu jafnrétti fólks með fötlun til vinnu og almennrar samfélagsþátttöku.
  • Að markvisst skuli unnið gegn kynbundnu ofbeldi.
  • Að réttur til trúfrelsis og trúariðkana sé virtur svo fremi að þær skaði ekki trúfrelsi annarra.
  • Að félagið virði rétt fólks til þátttöku í stjórnmálum og tjáningu stjórnmálaskoðana svo fremi að hún beinist ekki að skoðanafrelsi annarra.

 

Með samþykkt þessarar stefnu, einsetur stjórn Áss styrktarfélags sér að vinna að framgangi hennar með öllum þeim úrræðum, sem fær þykja hverju sinni. Þetta eru grundvallaratriði í samfélagi sem aðhyllist hugsjónir lýðræðis, manngildis og mannréttinda. Með jafnri stöðu, nýtist sú auðlegð sem felst í menntun, reynslu, fjölbreytileika og viðhorfi. Þannig er tryggt að mannauður félagsins verði sem best nýttur.

 

Jafnréttisáætlun er aðgengileg á heimasíðu félagsins og kynnt öllu starfsfólki.

 

Samþykkt í stjórn 13.11.2018

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.