Atvinna í boði

 

Sumarstörf í vaktarvinnu hjá Ási styrktarfélagi.

 

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.

 

Í búsetu er laust starf í vaktavinnu á heimili í Hafnarfirði. Starfshlutfallið er 80% staða og í boði er dag-, kvöld- og helgarvinna með möguleika á áframhaldandi starfi í haust.

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og tala íslensku.

 

Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða íbúa í daglegu lífi og efla sjálfstæði þeirra.

 

Stöðurnar eru lausar strax eða eftir nánara samkomulagi.

 

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.