Atvinna í boði

 

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu.

Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.

 

Yfirþroskaþjálfi

Spennandi og fjölbreytt starf við Vinnu og virkni

           

Ás styrktarfélag óskar eftir yfirþroskaþjálfa í 100% starf í Bjarkarás, Stjörnugróf 9.

Um er að ræða vinnu- og virknitilboð fyrir fullorðið fólk með fötlun og deild fyrir börn á leikskólaaldri. Vinnutími er frá 8.00-16.00 virka daga.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ber ábyrgð á og skipuleggur faglegt starf á vinnusvæðum í samvinnu við forstöðumann
 • Veitir starfsmönnum faglega ráðgjöf og fræðslu
 • Umsjón og eftirfylgd með dagskipulagi
 • Situr í fagteymi vinnu og virkni. Teymið ber ábyrgð á faglegu starfi, sér til þess að unnið sé eftir ríkjandi hugmyndafræði og samræmir daglegt skipulag milli starfsstöðva
 • Vinnur eftir gæðaviðmiðum og lýsingum úr þjónustusamningum
 • Er staðgengill forstöðumanns í fjarveru hans

 

Hæfniskröfur:

 • B.A. próf í í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi til að starfa sem þroskaþjálfi eða háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Þekking á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði.
 • Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi
 • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjunar
 • Tölvufærni í word, excel og power point ásamt góðrar íslensku- og enskukunnáttu

 

Umsækjandi þarf að taka virkan þátt í innra starfi félagsins, hafa stefnu þess og góða starfshætti að leiðarljósi.

 

Við hvetjum áhugasama karla jafnt sem konur að sækja um.

 

Nánari upplýsingar veitir Heba Bogadóttir í síma 414-0571/414-0540 á virkum dögum.

 

Umsókn sendist á heba@styrktarfelag.is.

 

Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is

 

Staðan er laus frá 10. ágúst 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Umsóknarfrestur er til 9. júlí 2020

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

 

 

Stuðningsfulltrúi í vinnu og virkni í Stjörnugróf

 

Í Vinnu og virkni eru laus störf stuðningsfulltrúa í dagvinnu. Vinnustaðirnir eru Bjarkarás og Lækjarás. Óskað er eftir fólki í fullt starf en hlutastörf koma til greina. Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.30.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Veitir starfsmönnum með fötluðum aðstoð og leiðbeinir eftir þörfum varðandi vinnu, umönnun, félagslega þætti, sjálfshjálp og boðskipti
 • Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður starfsmanna með fötlun
 • Leiðbeinir og aðstoðar við persónulegar þarfir
 • Fylgir í vinnu og virkni tilboð

 

Hæfniskröfur

 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Íslenskukunnátta
 • Hreint sakavottorð

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og tala íslensku. 

 

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun félagsins og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að sækja um. 

 

Stöðurnar eru lausar frá og með byrjun ágúst eða eftir nánara samkomulagi. 

 

Hægt er að sækja um stöðurnar í gegnum heimasíðu félagsins.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

 

 

Stuðningsfulltrúi á heimili í Garðabæ og Reykjavík

 

Í Garðabæ er óskað eftir starfsfólki á Unnargrund í ótímabundna vaktavinnu. Annars vegar 70-90% starf og hinsvegar 30% starf.

 

Í Reykjavík er óskað eftir starfsfólki í Langagerði í ótímabundna vaktavinnu í 73 % starfshlutfall.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Hvetja og styðja íbúa til sjálfstæðis og félagslegrar virkni

Hvetja og styðja íbúa við athafnir daglegs lífs og við heimilishald

Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá við heilsufarslega þætti

 

Hæfniskröfur

Reynsla af sambærilegum störfum æskileg

Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki, og jákvæðni í starfi  ásamt og hæfni í mannlegum samskiptum

Íslenskukunnátta

Hreint sakavottorð

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

 

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun félagsins og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að sækja um. 

 

Stöðurnar eru lausar frá og með byrjun ágúst eða eftir nánara samkomulagi. 

 

Hægt er að sækja um stöðurnar í gegnum heimasíðu félagsins.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.