Atvinna í boði

Tímabundið starf - stuðningsfulltrúi í búsetu

 

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Við leitum að stuðningsfulltrúa á dag-, kvöld- og helgarvaktir.

 

Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða íbúa í daglegu lífi og efla sjálfstæði þeirra.

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og tala íslensku.

 

Starfsmaður óskast á heimili í Hafnafirði, á Klukkuvöllum

 

Um er að ræða tvær stöður 50-80 % starfshlutfall og unnið er blandaðar dag- og kvöldvaktir og önnur hver helgi.

 

Starfið er tímabundið frá 01.apríl fram til 01.september, með möguleika á áframhaldandi vinnu.

 

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun félagsins og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að sækja um. 

 

Stöðurnar eru lausar strax eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.

 

Hægt er að sækja um stöðurnar í gegnum heimasíðu félagsins.

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.