Atvinna í boði

Ás styrktarfélag veitir fötluðu fólki fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu.

 

Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi. 

 

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.

 

Hægt er að sækja um stöðurnar í gegnum heimasíðu félagsins.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

 

Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

 

Eftirfarandi stöður eru lausar í augnablikinu:

 

   1. Þroskaþjálfi í Vinnu og virkni

_______________________________________________________________________________________

 

 

1. Þroskaþjálfi í Vinnu og virkni

 

Ás styrktarfélag óskar eftir þroskaþjálfum til starfa í Vinnu og virkni. Um er að ræða vinnustaði, þar sem fullorðið fatlað fólk er í vinnu og virkni.

 

Starfsstöðvarnar eru í Bjarkarás og Lækjarás, Stjörnugróf 7-9 og í Ási vinnustofu, Ögurhvarfi 6.

 

Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.30.

 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Ber ábyrgð á fagleglegu starfi, miðlar þekkingu til annara starfsmanna og veita þeim stuðning.
 • Setur upp og fylgir eftir dagskipulagi.
 • Styður við og aðstoðar fatlaða starfsmenn í vinnu og virkni.
 • Sinnir stuðningi og ráðgjöf, tryggir að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur og að veitt sé einstaklingsmiðuð þjónusta.
 • Sinnir og viðheldur góðu samstarfi við aðstandendur og tengslastofnanir. 
 • Nýtir undirbúningstíma til skipulags og verkefna sem viðkoma starfinu

 

Hæfniskröfur: 

 • B.A. próf í í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi.
 • Þekking á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndafræði.
 • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Hreint sakarvottorð.

 

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um.

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Stöðurnar eru laus strax eða í síðasta lagi 01.09.2022.

 

_______________________________________________________________________________________   

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.