Lækjarás og Ás vinnustofa eiga afmæli í dag

Í dag eru 40 ár frá opnun Ás vinnustofu og Lækjarás. 

 

Ás vinnustofa var upphaflega stofnaður sem vinnustaður, hugsaður sem brú á milli þeirrar starfsemi sem þegar var til staðar hjá Ási styrktarfélagi og hins almenna vinnumarkaðar. 

 

Í upphafi störfuðu 20 starfsmenn á Ási vinnustofu sem var þá til húsa í Lækjarási. Tímamót urðu 1984 þegar vinnustofan flutti í betra húsnæði í Brautarholti og önnur 2016 þegar vinnustofan flutti í sitt núverandi umhverfi í Ögurhvarfi 6.

 

Lækjarás á sömuleiðis 40 ára afmæli í dag en í upphafi snérist starfsemin þar um sjúkraþjálfun og hvers kyns iðju. Lækjarás hefur aldrei flutt á milli húsa, starfsemin hefur alltaf verið staðsett í Stjörnugróf 7.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.